Keeper vöðlujakki, traustur jakki, sem heldur þér við veiðina í verstu veður skilyrðum. Unnið úr Taslan Rip-Stop nylon að utan með Teflon húðun. Þessi vöðlujakki er með tveimur stórum lóðréttum vösum framan á fyrir flugubox og aðra fyrirferðamikla aukahluti. Minni vasar eru innan á ásamt einum renndum auk flísfóðrað handa yljara vasar, frábært í köldu veðri. Stillanleg hetta. Fóðruð með mesh efni og micro-fiber ermar fyrir auka þægindi. D-hringur fyrir háf.